Fyrir þá sem ekki hafa þrætt alla króka og kima á þessari síðu þá hef ég upp á síðkastið bætt við talsvert af upplýsingum undir yfirborðinu hér á síðunni. Til dæmis hef ég sett nokkrar mjög skemmtilegar umsagnir frá ýmsu fólki úr íþróttagreiranum sem ég hef unnið með í gegnum tíðina undir “Umsagnir” og svo er ýmislegt annað fróðlegt að finna undir valmyndinni hér að ofan. Endilega gefið ykkur tíma í að kíkja á það.

Það sem enn stendur út af borðinu er að gera æfingabankann minn aðgengilegan sem og mikið af prógrömmunum sem mínir hópar notast við. Ég er þannig bjartsýnismaður að ég held alltaf að hlutir taki engan tíma ef maður bara hendir sér út í þá, en ég skal játa mig sigraðan í því að geta smíðað heila heimasíðu eftir mínu höfði á “núll-einni” og því verð ég að treysta á að stela einum og einum frítíma frá  mér vitrari tölvumönnum til að koma þeim hlutum á flot. Ætlunin er alla vega að gera dálkinn “Æfingar” mun kjötmeiri en hann er akkurat núna.

Tæknilega séð hef ég ekki enn sett þessa síðu neins staðar í loftið nema meðal nokkra hópa sem ég hef haldið fyrirlestra eða erindi fyrir. Draumurinn var að vera með tilbúinn grip í höndunum áður en ég auglýsti síðuna en nú er kominn apríl svo ætli ég slaufi þeirri óskhyggju ekki bara og fari að reyna að dæla fólki og greinum hingað inn.

Fylgist með.