Adam Haukur Baumruk – Handknattleiksmaður (Haukar, yngri landslið Íslands).

Adam BaumrukÉg kynntist Kristján Ómari fyrst í akademíunni, sem er á vegum Flensborgarskóla, árið 2009  Síðan þá hefur hann verið styrktarþjálfari hjá þeim flokkum í Haukum í handbolta sem ég hef spilað með, nú síðast meistaraflokki karla. Kristján Ómar hefur að mínu mati allan þann metnað til þess að hjálpa íþróttamönnum til þess að ná sem bestum árangri. Hann hvetur mann áfram og reynir að ná sem mestum árangri með hverjum og einum. Sem handbolta manni hefur hann kennt mér að halda líkamanum hraustum og heilbrigðum, m.a. á þann veg að fyrirbyggja meiðsl, en það er nauðsynlegt fyrir alla íþróttamenn.” Adam Haukur Baumruk, handboltamaður.

Aron Kristjánsson – Handknattleiksþjálfari (Ísland, Haukar, TSV Hannover-Burgdorf, Skjern) og fyrrverandi landsliðs- og atvinnumaður í handbolta.

Aron KristjánssonÉg hef unnið með Kristjáni Ómari í nokkur ár í sambandi við styrktarþjálfun á íþróttamönnum. Síðastliðin 4 ár hefur hann til dæmis séð um styrktarþjálfun mfl. kk í handknattleik hjá Haukum. Hann hefur staðið sig virkilega vel. Æfingarnar eru áhugavekjandi og árangursríkar. Hann fylgist með nýjum straumum í þjálfun íþróttamanna og ber þjálfun hans þess merki. Hann leggur líka mikla áherslu á að byggja íþróttamanninn rétt upp. Laga þá veikleika sem gætu verið til staðar hjá íþróttamanninum sem þá minnkar líkur á ýmsum meiðslum og eykur líkurnar á meiri hámarksárangri.

Gunnar Berg Viktorsson – Handknattleiksþjálfari (Stjarnan, Haukar) og fyrrverandi landsliðs- og atvinnumaður í handbolta.

Gunnar BergÉg hef þekkt Kristján Ómar í nokkur ár og verð að viðurkenna að mér leist ekkert á þessar aðferðir hans í byrjun.  Ég er nefnilega af bekkpressu og hnébeygju kynslóð.  Ég þjálfaði yngri flokka Hauka í nokkur ár og þá byrjaði ég að fylgjast með honum og fannst hann fara frekar hægt í þungar lyftingar.  Ég vildi sjá mína ungu stráka stækka og styrkjast meira og hraðar en eftir hans prógrammi.  Hann var alltaf að benda mér á að ungir íþróttamenn þurfi að vera tilbúnir í þungar lyftingar og það verður fyrsta að byggja upp litlu vöðvana til þess að hægt sé að vinna með þá stóru.  Smátt og smátt sá ég árangur á mínum strákum og svo þegar ég fór að skoða meiðsli á mínum strákum samanborið við önnur félög þá sá ég að mínir drengir í Haukum voru minna meiddir en jafnaldar þeirra í öðrum liðum.

Það sem svo endanlega sannfærði mig var svo þegar Kristján tók við styrktarþjálfun fyrir meistarflokk Hauka og við fórum þá gegnum eitt ár nánast með meiðslafrítt lið.  Ég tók svo við M.fl kk. Stjörnunar sumarið 2012 og lét það vera mitt fyrsta verk að ráða Kristján til að sjá um alla styrktarþjálfun.  Ég er mjög ánægður með árangurinn og eru meiðsli í lagmarki, styrkur og kraftur leikmanna hefur aukist og svo er utanumhald og metnaður Kristjáns til fyrirmyndar.  Ég mæli eindregið með Kristjáni enda fagmaður fyrir allan peninginn.

Gunnhildur Vilbergsdóttir – Forstöðumaður Heilsuskóla Keilis 2008-2012 og Framkvæmdastjóri Metabolic.

GunnhildurEf þú ert að íhuga Kristján Ómar sem þjálfara geturðu verið nokkuð viss um að þú verðir ekki fyrir vonbrigðum. Hér er algjör fagmaður á ferð.
Ég kynntist Kristjáni fyrst sem nemanda í ÍAK einkaþjálfun þar sem hann dúxaði með stæl og síðan þá sem samstarfsmanni við ÍAK námið og félaga. Kristján er mjög vinnusamur og nákvæmur, stundvís og heiðarlegur, fróður og framsækinn. Hann leggur sig 150% fram í allt sem hann gerir og þrátt fyrir að margir hugsi að svona karakterar hljóti að vera leiðinlegir þá á það alls ekki við um Kristján. Hann er nefnilega bara merkilega skemmtilegur líka.

Heimir Óli Heimisson – Atvinnumaður í handbolta (Guif, Haukar, yngri landslið Íslands).

Heimir ÓliÉg hóf einkaþjálfun hjá Kristjáni Ómari 18 ára gamall og hafa leiðir okkar legið saman síðan þá. Kristján Ómar er afar duglegur, með allt sitt á hreinu og einstaklega faglegur í alla staði. Hann er fullur af fróðleik um heilbrigðan lífstíl og hvernig á að koma sér í topp líkamlegt form. Hann leggur mikla áherslu á að tekið sé vel á því á öllum æfingum, hvetur mig ávallt áfram og hikar ekki við að láta mig heyra það þegar það á við – sem er nákvæmlega eins og maður vill hafa sína einkaþjálfara. Hann lagði mikið uppúr fjölbreyttum æfingum og því alltaf skemmtilegt að æfa með honum. Með hjálp Kristján Ómars hef ég tekið miklum framförum sem íþróttamaður og á ég honum mikið að þakka.

Ef þú vilt topp þjálfara með mikla reynslu og metnaðinn í botni þá er Kristján Ómar klárlega rétti maðurinn fyrir þig!

Ingvar Jónsson – Knattspyrmumarkmaður (Stjarnan, Njarðvík, yngri landslið Íslands).

Ingvar JónssonÉg byrjaði hjá Kristjáni Ómari eftir tímabilið 2012. Þar sem ég er markvörður í fótbolta langaði mig að vinna í sérhæfðari lyftingaráætlun og æfingum sem nýtast mér beint inná vellinum. Ég er sjálfur lærður ÍAK einkaþjálfari og hef unnið með mörgum styrktarþjálfurum í gegnum tíðina. Kristján er sá allra færasti sem ég hef starfað með. Er með mjög fjölbreyttar og skemmtilegar æfingar og finn ég mikinn mun á mér bæði styrktarlega séð og finnst sprengikrafturinn vera að aukast mikið.

Ég mæli eindregið með Kristjáni fyrir alla þá sem vilja ná auknum árangri í sinni íþróttagrein.

 

Sara Björk Gunnarsdóttir – Landsliðs- og atvinnumaður í knattspyrnu (Ldb Malmö, Breiðablik, Haukar).

Sara BjörkÉg hef þekkt Kristján Ómar í mörg ár og þá í gegnum Haukana, þar sem ég hóf minn knattspyrnuferil. Kristján er rosalega metnaðarfullur, skipulagður og áhugasamur þegar kemur að þjálfun. Þegar ég var um það bil 17-18 ára var ég hjá honum í þjálfun. Þetta var það tímabil sem ég var ekkert rosalega góð í lyftingum og tækni í svona grunnæfingum. Og ég þurfti á góðri kennslu í lyftingum og tækni á að halda, hann hjálpaði mér gríðalega mikið og ég lærði helling, og hefur það nýst mér rosalega vel síðan og í dag.

 

Einnig er Kristján rosalega fróður um mataræði og á meðan lyftingum stóð náði hann að fræða mig um hversu mikilvægt væri að borða hollan og góðan mat og hvað maður ætti að borða. Ég hlustaði vel og nýtti mér hans ráðleggingar og síðan þá hef ég alltaf verið mjög meðvituð hvað ég set ofan í mig, og auðvitað sem íþróttamaður verður maður gera það.

Sem íþróttamaður er mikilvægt að setja sér markmið til þess að ná árangri og mig minnir að það hafi verið í fyrsta skipti þegar ég var í þjálfun hjá Kristjáni að ég hafi skrifað niður markmiðin mín, plastað þau og hengt svo uppá vegg. Það reyndist mér vel og hef alltaf skrifað niður markmiðin mín síðan.

Kristján hefur kennt mér rosalega mikið og er ég mjög þakklát fyrir að hafa fengið svona góðan þjálfara á tíma sem ég var að mótast sem leikmaður, og hefur hann átt stóran þátt í hversu langt í hef náð sem knattspyrnukona.

Stefán Rafn Sigurmannsson – Landsliðs- og atvinnumaður í handbolta (Rhein-Neckar Löwen, Haukar).

RNL  Stefan Rafn SIGURMANNSSONÉg byrjaði hjá Kristjáni Ómari árið 2009, fann það strax hversu fær hann er og ég tel hann einn af þeim betri í þessu fagi á Íslandi. Hann hélt utan um allar mínar mælingar s.s. fituprósentu, í lyftingunum og liðleika og ég fann það hvað allar hans æfingar sem hann lét mig gera hjálpuðu mér mikið í minni íþrótt. Hann er bæði hrikalega skipulagður og hrikalega góður þjálfari. Hann hjálpaði mér mikið i því að bæta mig sem íþróttamann og fara hugsa sem slíkur. Hann leggur líka mikla áherslu á meiðslafyrirbyggjandi æfingar og að allar æfingar séu gerðar 110%. Hann hjálpaði mér hrikalega mikið að bæta mig líkamlega, bæta sprengikraft , snerpu og annað sem kemur sér vel i handboltanum. Markmiðssetning er líka einn mikilvægasti hluturinn af þessu, því annars er eins og þú sért að sigla skipi með engu stýri á, og þar hjálpaði hann mér líka mikið í því að setja mér mælanleg líkamleg markmið. Þetta er umsögn mín um Kristján ómar og hans starf sem er að mínu mati eitt besta á Íslandi í dag í styrktarþjálfun.