Þessi heimasíða var fyrst og fremst sett upp til þess að miðla minni reynslu af styrktar- og ástandsþjálfun íþróttamanna. Von mín er sú að íþróttaþjálfarar, styrktarþjálfarar, sjúkraþjálfarar eða aðrir sem koma að þjálfun íþróttamanna geti nýtt sér mína vinnu til þess að gera sína íþróttamenn betri og meiðslalausa.

Þegar fram líða stundir vonast ég einnig til þess að geta gert þessa síðu að vettvangi fyrir alla þjálfara, óháð íþróttagrein, með því að fjalla um styrktarþjálfun annars vegar (sem hentar jú öllum íþróttamönnum) og svo hins vegar vangaveltum um þjálfun og allt það sem þarf að huga að þegar ná á því besta fram úr íþróttamanni.

Allt efni á þessari síðu er ókeypis. Það sem þú getur nálgast hér er:

  • Fjölmörg æfingaprógrömm sem henta öllu íþróttafólki sem og öðrum sem hafa einhverja reynslu af heilsurækt.

  • Eitthvað um sérhæfðari prógrömm fyrir ákveðnar íþróttagreinar og svo prógrömm sem krefjast ekki neins æfingabúnaðar.

  • Fræðsla, pistlar og hugrenningar mínar um þjálfun.

Ef þér líkar við prógrömmin og/eða sérð að þjálfun af þessu tagi myndi henta þínum íþróttahópi þá get Þar fyrir utan tek ég að mér verkefni.

  • Markvissar æfingaáætlanir yfir lengri tímabil (mánuði eða ár) fyrir þinn íþróttahóp.

  • Frammistöðumælingar – Lóðréttur stökkkraftur, hraðamælingar, styrkmælingar, ofl.

  • Hreyfigreiningar – Komdu auga á veikleika hjá þínum íþróttamönnum í dag sem geta orðið að meiðslum á morgun.

  • Aðstoðað þig eða þitt íþróttafélag í því að koma upp aðstöðu fyrir styrktarþjálfun sem samsvarar þinni íþrótt, markmiðum og fjárhagslegum forsendum. Eitt af því frábæra við starfræna styrktarþjálfun er að það að koma upp aðstöðu fyrir slíka þjálfun kostar yfirleitt aðeins brot af því sem hefðbundnar líkamsræktarstöðvar, með fjöldan allan af fyrirferðamiklum “tækjum”, kosta. Gólfpláss, handlóð, teygjur og upphengi (eins og TRX) og þú ert komin með nóg til að komast af. Vertu grand og bættu við dýnum, ketilbjöllum og lyftingarstöngum og þú ert komin með allt það sem þú nokkurn tímann þyrftir á halda. Hér erum við að tala um 10- og 100 þúsund kalla en ekki miljónir!