Þúskjárinn opinn


Í einni “viskubók” las ég margt sem opnaði augu mín, og meðal annars það að það væri hægt að stela á þrenns konar hátt;

  • Að taka hlut sem þú átt ekki.
  • Að koma í veg fyrir að hlutur komist í hendur síns eiganda.
  • Að hugsa um það eða hugleiða að stela.

Liggur þú eins og ormur eða öllu heldur dreki á þínu “gulli”?

Áður fyrr býst ég við því að ég hafi haft það á tilfinningunni að ég væri að gefa öðrum tækifæri á því að stela minni vinnu ef ég hefði t.d. æfingamyndböndin og fyrirlestra mín aðgengilega, prógrömmin sýnileg í lyftingasalnum utan æfinga, eða eitthvað af skipulagi minnar vinnu opinbert á einhvern hátt. Í dag er ég á annarri skoðun og trúi því staðfastlega að það að deila sinni vitneskju sinni með öðrum muni aðeins verða til þess að fleiri dyr opnist og vitneskja manns og “auður” muni vaxa í kjölfarið. Þess vegna gerði ég nánast öll æfingamyndböndin mín aðgengileg á youtube-rásinni minni:

 http://www.youtube.com/user/mannsraekt.

Þarna getið þið séð æfingarnar, ásamt útskýringum á þeim, sem ég er að nota mest. Ég myndi giska á að ég eigi myndband af um 90% af æfingunum sem ég nota í styrktarþjálfun. Hin 10% eru á 2-do upptökulistanum.  Auk þess eru fjölmargir playlistar sýnilegar þarna sýnilegir sem sýna í hvaða röð hvaða æfingar eru í nokkrum prógrömmum sem ég hef sett saman, þó svo tímaseðilinn sjálfan sé ekki að finna þarna. En það er enn á dagskrá að gera þetta allt aðgengilegt hérna á síðunni. Það gerist einn góðan daginn. Vonandi gagnast þetta einhverjum þangað til.