Mannsrækt ehf. tekur að sér verkefni sem fela í sér:

 • Markvissar æfingaáætlanir yfir lengri tímabil (mánuði eða ár) fyrir þinn íþróttahóp.
 • Frammistöðumælingar – Lóðréttur stökkkraftur, hraðamælingar, styrkmælingar, ofl.
 • Hreyfigreiningar – Komdu auga á veikleika hjá þínum íþróttamönnum í dag sem geta orðið að meiðslum á morgun.
 • Að aðstoða þig eða þitt íþróttafélag í því að koma upp aðstöðu fyrir styrktarþjálfun sem samsvarar þinni íþrótt, markmiðum og fjárhagslegum forsendum. Eitt af því frábæra við starfræna styrktarþjálfun er að það að koma upp aðstöðu fyrir slíka þjálfun kostar yfirleitt aðeins brot af því sem hefðbundnar líkamsræktarstöðvar, með fjöldan allan af fyrirferðamiklum “tækjum”, kosta. Gólfpláss, handlóð, teygjur og upphengi (eins og TRX) og þú ert komin með nóg til að komast af. Vertu “grand” og bættu við dýnum, ketilbjöllum og lyftingarstöngum og þú ert komin með allt það sem þú nokkurn tímann þyrftir á halda. Hér erum við að tala um 10- og 100 þúsund kalla en ekki miljónir!
 • Að koma á fót markvissu og metnaðarfullu styrktarþjálfunarprógrammi í þínu íþróttafélagi sem er sinnt af þjálfara á vegum Mannsræktar ehf. Ertu komin með nóg af vitleysunni sem fer fram í lyftingarsalnum þegar viljugir en fáfróðir íþróttaþjálfarar storma inn og reyna að láta unglingsíþróttamennina sína “lyfta”? Eða áttar þú þig á því að það var ekkert vit í því að notast við nýjasta tískutrendið í líkamsræktarheiminum til að afgreiða á einfaldan hátt líkamlega þáttinn hjá þínu íþróttaliði?

Starfsfólkið

Hjá Mannsrækt hafa fjölmargir frábærir þjálfarar starfað í styttri eða lengri tíma við ýmis verkefni. Í mínu starfi hjá Keili hef ég verið í þeirri hentugu stöðu að vera í beinu sambandi við fjölmarga efnilega þjálfara sem eru áhugasamir um þjálfun íþróttafólks. Þetta aðgengi að hæfum þjálfurum sem hafa gengið í gegnum sama skóla og tala sama tungumál og ég, hefur gert mér kleift að bjóða mun fleiri íþróttafélögum upp á metnaðarfulla, markvissa og vitræna styrktarþjálfun.
Í gegnum tíðina hafa þessir þjálfarar starfað hjá mér og get ég mælt með þeim öllum:

 • Hafþór Rafn Benediktsson, ÍAK Einkaþjálfari og ÍAK Íþróttaþjálfari.
 • Fannar Karvel, Íþróttafræðingur frá HR.
 • Andri Freyr Hafsteinsson, ÍAK Einkaþjálfari.
 • Borghildur Kristjánsdóttir, ÍAK Einkaþjálfari og ÍAK Íþróttaþjálfari.
 • Árni Hjörvar Hilmarsson, ÍAK Einkaþjálfari og íþróttafræðinemi við HR.
 • Hilmar Trausti Arnarsson, BS og MEd í þróttafræði við HR.
 • Vilhjálmur Pétursson, ÍAK Einkaþjálfari.
 • Vilhjálmur Sveinsson, ÍAK Einkaþjálfari.
 • Ásthildur Björnsdóttir, ÍAK Einkaþjálfari og hjúkrunarfræðingur.
 • Sigrún Haraldsdóttir, ÍAK Einkaþjálfari.
 • Björk Varðadóttir, ÍAK Einkaþjálfari.
 • Gísli Guðmundsson, íþróttaþjálfari og kennari.
 • Hlynur Áskelsson, íþróttaþjálfari og kennari.
 • Vilhjálmur Þór Þóruson, ÍAK Einkaþjálfari og ÍAK Styrktarþjálfari.
 • Rúna Björg Sigurðardóttir, ÍAK Einkaþjálfari og ÍAK Styrktarþjálfari.