Hér verður að finna kjarnann í minni vinnu sem styrktarþjálfari; Prógrömmin og æfingarnar.
Ég og heimasíðusmiðurinn minn eigum enn eftir að finna bestu leiðina til þess að setja fram þessar upplýsingar á sem snyrtilegastan hátt. Í versta falli verður hér að finna mikið af netslóðum inn á tímaseðla og myndbönd af æfingunum, líkt og sjá má nokkur dæmi um hér fyrir neðan.

Almenn 2x í viku æfingaprógrömm sem henta flestum heilbrigðum íþróttamönnum:

Prógramm 1

 

Prógramm 2

 

Prógramm 3 – Æfingar með eigin líkamsþyngd, sumar hverjar ekki fyrir byrjendur.

 

Almenn 2x í viku æfingaprógrömm fyrir aðeins lengra komna.

 

Fyrirvari! Hver sá sem kýs að nýta sér þessar upplýsingar gerir það algjörlega á sinni eigin ábyrgð.  Hafðu í huga að PRÓGRAMM ER EKKI ÞJÁLFUN! Þjálfun er endurgjöf frá þjálfara – þess vegna hef ég alltaf sagt að “fjarþjálfun” er ekkert nema orðskrípi og er í raun ekki til. Þessi prógrömm eru hönnuð með ákveðinn hóp fólks í hug, ákveðinn aldur, ákveðið kyn, ákveðinn íþróttabakgrunn, osfrv. Öllum þeim forsendum mun ég ekki útlista hér, í bili alla vega.