SONY DSC

Frá verklega hluta námskeiðsins

Nýverið hélt ég erindi á námskeiði á vegum UMFÍ og FÁÍA um þjálfun 50 ára og eldri en UMFÍ hefur staðið sig frábærlega sl. ár við að vekja athygli á hreyfingu eldra fólks og þar ber helst að nefna Landsmótið þeirra fyrir 50 ára og eldri sem ég beinlínis er farinn að hlakka til að taka þátt í eftir 18 ár.

Þetta erindi var kærkomið tækifæri fyrir mig að taka saman þá hugmyndafræði um þjálfun eldra fólks sem hefur verið að gerjast hjá mér sl. 6-7 sem ég hef verið að þjálfa eldri borgara hjá Haukum. Í stuttu máli, sem má kynna sér betur með því að lesa glærurnar úr fyrirlestrinum mínum hér fyrir neðan, þá hefur þjálfun þessa aldurshóps þróast hvað mest hjá mér. Frá því að vera eitthvað “krúttlegt”- og “voða fínt að eldra fólk sé að halda sér við”-hugarfari þá hefur þetta orðið að mjög markvissri þjálfun til þess að viðhalda starfsgetu sem best.

Að mínu viti á  starfræn þjálfun hvað mest við þennan hóp fólks því á þessum aldri býrðu ekki að því að geta komist upp með að æfa á misgáfulegan hátt en engu að síður séð framfarir líkt og við getum því miður oft komist upp með þegar líkaminn er í fullum blóma. Hjá öldruðum er það lífspursmál að viðhalda göngu-getu, styrk, samhæfingu og jafnvægi því annars ertu mættur einhverjum árum fyrr í hjólastólinn og/eða þarfnast ummönnunnar á stofnun. Mikilvægi þess að þjálfa rétt og markvisst á þessum árum er krítískt.

Hér í þessum glærum getið þið kynnt ykkur ágætlega þá aðferðafræði sem ég hef verið að þróa sl. ár: