Í maí 2009 stofnaði ég fyrirtækið Mannsrækt ehf.  Í sama mánuði festi ég kaup á fasteign þar sem ég undirlagði 45 fm bílskúrinn undir líkamsræktarstúdíó.  Nafnið á fyrirtækinu er hálfgert orðskrípi og tilraun til að útvíkka hugtakið “líkamsrækt” þannig að það taki yfir líkama, huga og lífstíl þess sem “ræktaður” er. Að þjálfa alla þessa þætti upp hjá einstaklingi er flókið og erfitt. Ég hef rekið mig á það.  Svo ef ég á að vera hreinskilinn þá hef ég horfið aðeins frá þeim stórhuga hugmyndum sem ég hafði um að gjörsamlega “rækta mann” þannig að hann blómstri til fulls á sinn hátt. Eins og er þá á ég fullt ég fangi með að ná að stjórna öllum spottunum sem snúa að líkamsræktinni. Ég veit hins vegar að ég mun seinna meira fara aftur inn á þá línu að reyna að nálgast þjálfun á “heildræna” hátt – þó ég sé ekkert sérstaklega hrifinn af þessu loðna hugtaki “heildrænt”.

Þrátt fyrir þennan tvístíganda í nálgun þá eyði ég talsverðum tíma í aðra hluti en líkamlega hlutann af þjálfuninni með þeim íþróttamönnum sem ég vinn hvað nánast með. Lestu meira um þá ýmsu þjónustu sem ég býð upp hér:

Fyrirlestrar

Uppsetning styrktarþjálfun – Íþróttamælingar