Langar þig að mæla lóðréttan stökkkraft, langstökk, hraða eða snerpu? Áttu tölvu og myndavélasíma eða einhverja einfalda stafræna upptökuvél? Þá þarftu bara að redda þér þrífæti eða einhverju stöðugu sem síminn/myndavélin getur hvílt á og þér er ekkert að vanbúnaði. Leiðbeiningarnar í þessu myndbandi leiða þig í gegnum sannleikann um það:

Tvisvar á ári fer ég með mína íþróttamenn í gegnum ýmsar mælingar og í nokkrum af þeim nýti ég mér til hins ítrasta aðferðafræðina sem er sýnd í myndbandinu og get þannig framkvæmt 6-7 líkamlegar mælingar á milli 50-100 manns á ca. 90 mínútum! Hver mínúta með íþróttamanni er dýrmæt og ætti ekki að sóa í óþarfa. Mælingar geta hins vegar bæði veitt íþróttamanninum hvatningu og þjálfaranum nauðsynlega mælistiku á það hvort þjálfunin sé að hafa marktæk áhrif á getu íþróttamannsins.

Þetta eru nokkur af þeim testum þar sem ég nota þessa myndbandsgreiningartækni til að mæla:

Þú getur nálgast hugbúnaðinn sem ég nota á www.kinovea.org.