Hér eru æfingaprógrömm fyrir 8-14 ára iðkendur sem ég setti upp fyrir Hauka fyrir 3 árum síðan. Hugmyndin gekk út á að mynda rauðan þráð niður í yngstu flokkana þegar kom að líkamlegu þjálfuninni og undirbúa iðkendurnar áður en þeir byrja að mæta til mín í skipulagða styrktarþjálfun inni í lyftingasal, sem gerist við 13 ára aldurinn. Tímaseðlarnir voru settir þannig upp að íþróttaþjálfararnir sjálfir gætu sinnt þessari þjálfun og notað sem upphitun fyrir æfingar hjá sínum flokki. Hugmyndafræði er einföld og í grófum dráttum svona:

  • 8-10 ára – Leikir/Leikir/Leikir
  • 10-12 ára – Leikir/Leikir/Æfingar
  • 12-14 ára – Leikir/Æfingar/Æfingar

Smelltu á slóðirnar hér fyrir neðan til að sjá tímaseðlana og myndband fyrir hvern og einn tímaseðil. Aldursskiptingin er alls ekkert heilög og flest þarna á alveg erindi við flesta aldurshópa.  Í raun er þetta bara haugur af skemmtilegum leikjum og líkamlegum æfingum sem henta börnum og unglingum og má leika sér með á ýmsa vegu.